Um myndina

Þetta sálfræðidrama byggt á samnefndri skáldsögu eftir Hubert Selby Jr. sýnir fjórar manneskjur með ólíka fíkn í eitulyf sem festir þau í gildru ofskynjanna og örvæntingar. Harry og besti vinur hans Tyrone eru heróínfíklar sem búa á Coney Island í New Your. Kærasta Harrys, Marion, er líka fíkill sem reynir að fjarlægjast auðugan föður sinn. Á sama tíma er móður Harrys sagt að hún geti komið fram í uppáhalds skemmtiþættinum sínum. Hún fær lækni til að skrifa upp á amfetamín fyrir sig svo hún geti grennst. Sara ánetjast lyfjunum og missir brátt tökin. Myndin hlaut fjölda verðlauna meðal annars sem mynd ársins á AFI árið 2001.