Um myndina

Norskur rithöfundur er að tapa baráttu sinni við krabbamein, hún lokar sig af á afskekktu heimili sínu í franskri sveit. Hún vonast til þess að rólegt umhverfið tryggi henni friðsæla kveðjustund. En þá ryðst ungt par í fríi inn í líf hennar. Smám saman eru gömul leyndarmál dregin fram í dagsljósið og friðsælt andrúmsloftið breytist í valdabaráttu. Hvað er það sem parið vil frá dauðvona konu og hversvegna er henni svona umhugað um að fela fortíð sína?