Um myndina

Kynlífsklúbbur Christians í Norrköping í Svíþjóð brennur. Hann hittir Robin eiganda gamals fallegs leikhúss sem er að hefja LGBTQ búrlesku sýningar undir áhrifum Moulin Rouge, með þessu ætlar Robin að bæta fjárhagsstöðu sína. Það kemur sér vel að leigja út kjallarann og þeir hefja samstarf. Íbúar Norrköping reiðast vegna tilkomu þessa kynlífsleikhúss. Hótanir berast og fjölmiðlaskandall verður til. Viðskiptunum kringum sýningarnar og kynlífsklúbbinn er ógnað. 'Kynlífshofið’ er lágstemmd og sorgleg frásögn af tabúum og hómófóbíu. Spurningunni um það hvort kynlíf og viðskipti eigi samleið er varpað fram og kastljósinu er beint að tvöföldu siðgæði varðandi hinsegin og ”hefðbundið” kynlíf.