Um myndina

Á Hótel Europa, besta hótelinu í bænum, skipuleggur hótelstjórinn Omer móttöku sendinefndar diplómata. Á aldarafmæli morðsins sem leiddi af sér fyrri heimstyrjöldina er ætlunin að leggja fram bón um frið og skilning. Áhyggjur starfsfólksins eru af öðrum toga, þau hafa ekki fengið laun í marga mánuði og ætla í verkfall. Omer sér fram á hörmungarástand en tekst ekki að hrista af sér fortíðina. Myndin hefur hlotið Silfurbjörninn á Berlín árið 2016 og FIPRESCI verðlaunin frá alþjóðasamtökum kvikmyndagagnrýnenda.