Um myndina

Myndin fylgir hinni 14 ára Sonitu eftir í þrjú ár.  Sonita flúði frá Afganistan til Íran þar sem hún býr á heimili fyrir unglingsstúlkur. Í upphafi vinnur hún fyrir sér við ræstingar og fær menntun á heimilinu. Sonita rappar um upplifun sína af feðraveldi í Afganistan og notar textana til að tala fyrir rétti stúlkna og kvenna til að stýra eigin örlögum. Hún er aktívisti en of ung til að gera sér grein fyrir því. Móðir hennar birtist óvænt og hyggst selja hana í annað sinn í hjónaband. Leikstjórinn fléttast inn í baráttu Sonitu fyrir frelsi sínu og stígur þar með yfir línuna milli rannsakanda og þátttakanda.