Um myndina

Í febrúar árið 2014 drukknuðu vanir finnskir kafarar í 130 metra dýpi í neðansjávarhelli í Plurdalen í Noregi. Samkvæmt norskum og breskum stjórnvöldum er of áhættusamt að sækja líkin, en þeir sem lifðu af eru staðráðnir í að flytja líkin heim. Þeir safna að lokum í lið 14 Finna og 11 Norðmanna og leggja af stað í ólöglega svaðilför. Hópurinn skiptir upp liði til að koma í veg fyrir að yfirvöld uppgötvi ætlunarverk hans og leggur af stað á mismunandi tímum í þessa 1000 km ferð frá Finnlandi til Noregs. Hið líkamlega erfiði sem fylgir förinni bliknar í samanburði við andlegt álag. ‘Kafað í óvissuna’ er saga um skilyrðislausan vinskap sem ristir djúpt.