Um myndina

Þýski skemmtikrafturinn og tónlistarmaðurinn Friedrich Liechtenstein leitar hamingjunnar á óvenjulegum stöðum, nefnilega bensínstöðvum. Hann ekur gömlum gylltum Mercedes Bens þvert yfir Evrópu í leit að fallegustu og sérstökustu bensínstöðvunum. Ferðin snýst ekki eingöngu um að dæla bensíni, heldur um frelsistilfinningu, að hitta aðra áhugaverða listamenn, gagnrýna hagfræðinga, framtíðarfræðinga og sagnfræðinga, þreyttir vörubílstjórar, ástfangin pör og einmanna ferðalangar, koma íka við sögu. Markmið skemmtikraftsins er að sannfæra heiminn um að bensínstöðvar séu rómantískustu staðir nútímans. Upphaflega var þetta tíu þátta heimildamyndaröð en ‘Lúxus bensín’ er orðin 90 mínútna kvikmynd.