Um myndina

Að veiða hvali og sjófugla á sér mjög langa hefð í Færeyjum og er mikilvægur hluti af lífi Færeyinga. Þegar uppgötvast að mengun í hafi hefur smitast í hvalina ógnar það veiðihefð Færeyinga. Það sem eitt sinn tryggði afkomu þeirra stofnar nú börnum þeirra í hættu. Þeir standa frammi fyrir vali milli heilsunnar eða hefðarinnar. Mike Day skoðar í þessari heimildamynd þær áskoranir sem mannfólkið þarf að sigrast á til að varðveita náttúruna. Myndin hlaut verðlaun fyrir besta upprennandi alþjóðlega kvikmyndagerðarmanninn á HotDocs hátíðinni 2016 og verðlaun heimildamyndasjóðs San Francisco Film Society 2015.