Um myndina

Fleira fólk er fangelsað í Bandaríkjunum en nokkru sinni fyrr. Þrátt fyrir það hafa fangelsin sjaldan verið fjarlægari fólki. Í þessari sönnu sögu sjáum við aldrei alvöru fangelsi. Myndin er hugleiðing um hvarf fangelsa þegar fangar hafa aldrei verið fleiri. Við ferðumst milli venjulegra staða þar sem fangar eru við störf og hafa áhrif. Frá fjöllum í Kaliforníu þar sem kvenfangar berjast við aukna skógarelda á svæðinu,  til vöruhúss í Bronx  sem er fullt af vörum framleiddum sérstaklega til að mæta duldum reglugerðum fangelsismála í fylkinu, til kolanámubæjar í Appalachia hérarði, sem byggir afkomu sína á starfskröftum fanga. Verðlaunuð á DOXA og HotDocs.