Um myndina

Árið 2011 taka sýrlenska útvarpskonan Obaidah Zytoon og vinir hennar þátt í götumótmælum gegn Bashar al-Assad forseta, þegar arabíska vorið hefur náð til Sýrlands. Þar sem þau vita að heimaland þeirra mun verða fyrir varanlegum breytingum byrja þau að taka upp atburðina allt í kringum sig. En þegar ofbeldisfull viðbrögð ríkisstjórnarinnar snúast upp í blóðuga borgarastyrjöld, reynir á vonir þeirra um betra líf vegna ofbeldis, fangelsisvistunar og dauða. Obaidah ferðast um landið að miðpunkti uppreisnarinnar í Homs og til norður Sýrlands þar sem hún verður vör aukinn fjölda öfgahópa. Þetta er mjög persónuleg vegamynd sem fangar örlög Sýrlands gegnum linsuna hjá litlum hóp vina.