Um myndina

Randy „The Ram“ Robinson er útbrunninn glímukappi sem vinnur hlutastarf í matvörubúð. Þrátti fyrir að heilsu hans hraki heldur hann áfram að berjast í von um að ná aftur fyrri frægð frá því á 9. áratugnum. Randy vingast við fatafelluna Cassidy sem er líka orðin of gömul fyrir starf sitt. Þegar Randy fær hjartaáfall eftir að hafa aukið við sig æfingar og sprautað sig með sterum, stingur Cassidy upp á að hann heimsæki Stephanie, dóttur sína sem hann yfirgaf þegar hún var barn. Það er nógu erfitt fyrir Randy að hætta í glímu þó ekki bætist við baráttan við að að endurheimta ást dóttur sinnar og á sama tíma að vinna hug Cassidy. Myndin var tilnefnd til tveggja Óskarsverðlauna.