Um myndina

Þessi heimildamynd segir sögu hinnar hugrökku indversku konu Devki sem á sér þann draum að verða leigubílstjóri til að geta keyrt aðrar konur heim til sín á öruggan hátt og til að verða fjárhagslega sjálfstæð. Hún á í stöðugri baráttu við þrána um að verða sjálfstæð og ríkjandi hefðir í indversku samfélagi. Myndin spannar þrjú ár af lífi hennar og þrjú ólík tímabil í lífinu sem dóttir, eiginkona og móðir. Til að ná því markmiði að verða leigubílstjóri þarf hún að vera ákveðin á móti föður sínum, eiginmanni og tengdaföður. Myndin lýsir erfiðleikunum sem blasa við konum á Indlandi ef þær reyna að brjótast undan viðjum hefðanna.  ‘Hvert viltu fara fröken’ var sigurvegari á Granit Hof heimildamyndaverðlaununum 2015.