Um myndina

Jonas hefur átt sér þann draum allt sitt líf að verða hluti af lífinu neðansjávar. En allar uppfinningarnar hans, sem hann byggði til að láta drauminn rætast, hafa misheppnast. Þegar Jonas er orðinn gamall og þykkt hvítt skegg hylur andlit hans áttar Jonas sig á mikilvægum hlut sem fór framhjá honum áður.