Um myndina

Natasha er miðaldra starfsmaður í dýragarði. Hún býr enn heima hjá mömmu sinni í smábæ. Hún berst fyrir sjálfstæði en þarf að þola óvenjulegt líf og slúður. Hún er föst í sama fari þar til dag einn.. þá vex á hana hali. Í fyrstu skammast hún sín en ákveður svo að nýta þessa breytingu sem tækifæri til að enduskilgreina sjálfa sig sem manneskju og sem konu. Hún fær aðgang að lífi sem hún þekkti ekki áður, hún byrjar í sambandi með karlmanni sem finnst hún vera aðlaðandi, hún fer út og leyfir sér að gera sig að fífli svona einu sinni. En svo lýkur þessu seinna kynþroskaskeiði og Natasha þarf að velja á milli raunveruleikans og tálsýnar. Myndin hlaut verðlaun á Karlovy Vary.